Aðgerðir framkvæmdar undir smásjá
Nýjasti tækjabúnaður og efni
Meðferð í einni heimsókn
Uppbygging á rótfylltum tönnum
Fjarlæging á aðskotahlutum úr rótarholum
Hreinsun á rótarholum með hátíðnihljóðum
Lokun á götum
Smásjáraðgerðir í rótargöngum

Mikilvægi rótfyllinga
Rótfyllingar eru mikilvæg grein innan tannlækninga því án þeirra er ekki mögulegt að búa til fyllingar eða krónur fyrir dauðar tennur. Ónákvæm eða röng meðferð endar nánast alltaf í þrálátri bólgu beinsins í kringum rótarendann. Þetta veldur blöðru og ef skapast endursýking í þessarri ummyndun getur myndast graftarkýli eða fistill. Krónískar skemmdir á beininu geta orðir valdur að hættulegum sjúkdómum eins og liðagigt, nýrahnoðrabólgu, hjartaþeisbólgu, lokubólgu eða sjóntaugaþrota.
Búnaður og efni fyrir rótfyllingar
endodoncja Í þessari krefjandi og flóknu grein tannlækninga er hvergi hægt að slaka til. Til að tryggja bestu gæði í rótfyllingum fyrir sjúklinga okkar notumst við við nýjustu tækniuppgötvanir. Við notum stækkunargler með LED lýsingu fyrir flókin tilfelli. Þökk sé hágæða sjóntækjum getum við boðið upp á algjörlega ný gæði í rótfyllingum. Auk sjóntækjanna notum við einnig raftækjabúnað, meðal annars til að mæla lengd rótarganganna (Pro-Pex, Dentsply, USA). Við meðhöndlun rótarganganna notum við tölvustýrðar borvélar framleiddar af þýska fyrirtækinu VDW: Endo IT Professional og Mtwo. Rótagöngin eru fyllt með gúttaperka (Bee-Fill og Bee-Fill Pack kerfin – VDW) og hreinsuð með hátíðnitæki framleiddu af ítalska fyrirtækinu Mectron. Allt þetta er vanalega framkvæmt í einni, að mesta lagi tveimur heimsóknum.

Tannlæknasmásjá
Í nóvember 2007 festi stofan okkar kaup á nútímalegri tannlæknamásjá frá Global® (Bandaríkin). Tækið gerir kleift að framkvæma smásjáraðgerðir (t.d. uppskurði, fjarlæging á rót, lokun á götum) og rótfyllingar (fjarlæging á aðskotahlutum úr rótargöngum, hreinsun á stífluðum rótargöngum) mun nákvæmar en með hefbundnum aðferðum. Það er einnig hægt að taka alla aðgerðina upp á stafrænu formi. Þar að auki notum við nýjustu hátíðnitæki fyrir smásjáraðgerðir (Multipiezo kerfið, Mectron) og sérfræðingar okkar geta framkvæmt aðgerðir sem bjarga tönnum sem fyrr hefðu verið fjarlægðar.


Smásjáraðgerðir í rótfyllingum
Ef hefbundnar aðferðir við tannholslækningar bregðast getum við framkvæmt breitt úrval af smásjáraðgerðum, þökk sé hverjum er oft hægt að bjarga tönnum með slæmar batahorfur. Sérfræðingarnir á stofunni okkar hafa nauðsynlega reynslu og tækjabúnað til að framkvæma flóknar aðgerðir eins og til dæmis hreinsun á rótargöngum með hátíðnihljóðum (Mectron kerfið) og sem lífsamrýmanleg efni notum við sérstök MTA efni (Dentsply - Bandaríkjunum).

