Nýjustu efnin til fegrunartannlækninga

Efni sem eru ósýnileg jafnvel í útfjólubláu ljósi

Árangur strax

Endurkölkun á afturkallanlegri bólgu í tannvef


 

Útlit fyllinga

Til að koma til móts við væntingar viðskiptavina okkar hvað viðkemur útlit fyllinga notumst við aðeins við bestu og nýjustu fyllingarefnin og tengingar. Að staðaldri notum við efni frá þremur fyrirtækjum: 3M-ESPE (Bandaríkin-Þýskaland), GC (Japan) og Kuraray (Japan). Við beitum athygli að álíka smáatriðum og sjáanleiki fyllinga í útfjólubláu ljósi. Þegar viðskiptavinir okkar eru að skemmta sér á diskóteki eða klúbbi, þar sem oft er notuð útfjólublá ljós, getið þeir verið vissir um að enginn muni taka eftir fyllingunum þar sem þær eru gerðar úr efnum sem líkja eftir náttúrulega tannbeininu (venjulegar tennur virðast vera gulgrænar en hefbundnar fyllingar svartar).

Tilbúnar á stuttum tíma

Ótvíræður ávinningur af fyllingum er stutti tíminn sem þarf til að útbúa þær. Í neyðartilvikum eins og brotinni tönn eða flís á undan mikilvægum viðburði getum við hjálpað sjúklingum okkar án tafar, án þess að þeir þurfi að panta tíma fyrirfram. Slíkar fyllingar geta verið fullkomin lausn í takmarkaðan tíma og á meðan er hægt að skipuleggja og framkvæma endanlega meðferð.

Endurkölkun í tannlækningum

Samkvæmt nýjustu stöðlum í tannlækningum geta sjúklingar okkar ávallt verið vissir um að við gerum okkar besta, jafnvel þegar kemur að stórum skemmdum, til að halda tönninni lifandi og framkvæma ekki rótfyllingar. Svokölluð líftæknimeðferð af afturkallanlegri bólgu í tannkviku (þ.e. í tauginni innan í tönninni) er framkvæmd með sérstakri gerð fyllinga. Eftir ísetningu senda slíkar fyllingar frá sér mjög hátt hlutfall af flúor-, kalk- og hydroxíð-jónum. Þökk sé þessu getur endurkölkun átt sér stað og tönnin batnað. Aðeins ef þessar aðferðir bregðast er tönnin metin til rótfyllingar.

OLYMPUS DIGITAL CAMERAOLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERAOLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERAOLYMPUS DIGITAL CAMERA
Facebook
Instagram