Hvað gerir okkur kleift að standa út?

Fyrirtækið INDEXMEDICA tók til starfa í júní 2006. Við leggjum hart að okkur að bjóða upp á gott úrval af hágæða þjónustu á sviði tannlækninga á viðráðanlegu verði. Forgangsverkefni okkar er að bjóða upp á meðferð á heimsmælikvarða. Við erum eina tannlæknastofan í Póllandi sem hefur gæðavottunina ISO 9001:2008, hjá okkur starfa átta reyndir tannlæknar með annars stigs sérhæfingu og við fjárfestum reglulega í nútíma tæknibúnaði og efnum. INDEXMEDICA er fjölskylduvænt fyrirtæki og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu bæði fyrir börn og fullorðna.

Í janúar 2008 hlutum við alþjóðlega gæðavottun (nr. 75.100.30985), gefna út af sjálfstæðri eftirlitsstofnun TÜV Rheinland InterCert, sem vottar að tannlæknaþjónusta okkar fer fram samkvæmt ströngustu gæðastöðlum ISO 9001:2008. Við getum einnig státað af verðlaununum Úrvals gæði í læknisþjónustu, sem Wielkopolskie Stowarzyszenie Badań nad Jakością undir umsjá pólska viðskiptaráðuneytisins gefur út, sem og vottorðunum Przedsiębiorstwo Fair Play (Heiðarlegt fyrirtæki) og Solidna Firma (Traust fyrirtæki) sem sanna notkun á hæstu gæðastöðlum og siðareglum í atvinnurekstri. Í febrúar 2010 varð stofan að hlutafélagi.
In July 2008 INDEXMEDICA has been awarded the Highest Quality in Medicine Certificate and in December 2008 the Business Fair Play Certificate which is a proof that INDEXMEDICA is a fair and reliable company. This is one of the most prestigious awards a company can receive.

Við tryggjum hverjum viðskiptavini okkar hágæða læknisþjónustu. Meðferðin fer fram í þægilegum og vinalegum kringumstæðum – hver sjúklingur hefur til umráða sérstofu með sérfræðilækni og aðstoðarmanneskju. Við reynum að vera tímanleg og aðlaga tímapantanir að þörfum viðskiptavina okkar. Fyrir tímann geta viðskiptavinir og fylgdarmanneskjur þeirra slappað af í biðstofunni, lesið nýjustu tímaritin, drukkið gómsætt kaffi úr vél og fengið afnot af tölvu með nettengingu. Börn í fylgd með fullorðnum geta leikið sér í umsjá starfsfólksins á meðan foreldrarnir eru hjá tannlækninum.
Stofan er staðsett í miðborg Kraká, við bjóðum ykkur velkomin mánudaga - föstudaga frá kl. 10:00 til 20:00.

Facebook
Instagram