Tannlæknastofan INDEXMEDICA hefur til umráða eigin tannsmíðastofu útbúna nútímalegum tæknibúnaði til að smíða tanngervi. Starfsfólk stofunnar eru reyndir sérfræðingar sem leggja áherslu á endurmenntun og sækja reglulega þjálfunarnámskeið í Póllandi sem og í öðrum löndum. Við tannsmíði notumst við aðeins við tækjabúnað og efni af hæsta gæðaflokki frá þekktum framleiðendum. Þökk sé hæfu starfsfólki og nýjustu tæknimöguleikum fer smíði tanngerva fram á stysta mögulega tíma án þess að nokkuð sé til sparað hvað varðar öryggi og gæði. Tannsmíðastofan INDEXMEDICA útbýr hvers konar nútímaleg tanngervi: postulínshúðaðar krónur/brýr úr málmi, postulínshúðaðar krónur/brýr út títani, postulínshúðaðar krónur/brýr úr gulli, málmlausar krónur/brýr úr sirkon-oxíði, innlegg og hlutakrónur úr plastblendi og postulíni, skelkrónur og margt fleira. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á möguleika að heimsækja tannsmíðastofuna þar sem tannsmiður og tannlæknir hjálpa við að velja lit sem passar best við hinar tennurnar. Ef sjúklingurinn óskar getum við teiknað sérstaklega gervisprungur eða bletti á krónur og brýr. Þökk sé því er nær ómögulegt að greina tanngervi frá náttúrulegum tönnum.

 

Adam Majewski tannsmiður

Adam Majewski hefur unnið í 17 ár í Læknadeild Jagielloński háskólans í Kraká. Hann hefur rekið sína eigin tannsmíðastofu í 15 ár. Hann lauk námi í tannsmíði í Kraká og Ustron og hefur sótt fjölda námskeiða í tannsmíði m.a. í Þýskalandi, Liechtenstein og Austurríki. Kennari í Collegium Medicum UJ og tekur einnig þátt í rannsóknarverkefnum þar. Undir umsjá hans vinna 6 reyndir tanntæknar á tannsmíðastofu þar sem framkvæmdar eru allar gerðir tanngerva með áherslu á postulín og málm og framkvæmdir í CAD-CAM tækninni á sirkon-oxíði.

 
Facebook
Instagram